Stuðningsmenn Liverpool geta byrjað að fagna sigri í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Newcastle á heimavelli í kvöld. Fyrr í kvöld missteig Arsenal sig gegn Nottingham Forest.
Dominik Szoboszlai skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en Ungverjinn hefur verið magnaður síðustu vikur.
Það var svo Alexis Mac Allister sem skoraði mark Liverpool í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Mo Salah. 2-0 sigur Liverpool staðreynd.
Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar en með leik meira. Liverpool á tíu leiki eftir í deildinni.
Liverpool er því komið. með níu og hálfan fingur á titilinn og fátt stoppar Rauða herinn þessa dagana.