Pep Guardiola segir nauðsynlegt að Manchester City styrki leikmannahóp sinn í sumar eftir vonbrigðartímabil.
Fjórföldu Englandsmeistararnir hafa verið langt frá sínu besta á leiktíðinni og eru í órafjarlægð frá toppliði Liverpool.
Félagið styrkti sig vel í janúar og mun það halda áfram í sumar samkvæmt Guardiola.
„Að sjálfsögðu þurfum við að fá inn leikmenn en á sama tíma þurfum við að reyna að halda okkar leikmönnum, eins langt og það nær,“ sagði spænski stjórinn í aðdraganda stórleiksins við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
„Við þurfum aðeins stærri leikmannahóp, sérstaklega í ljósi HM félagsliða sem er á næsta leyti.“