Það er afar mikill áhugi á Floran Wirtz, hinum afar spennandi leikmanni Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, fyrir sumarið.
Wirtz hefur lengi verið á blaði stærstu félaga heims og er til að mynda talið að Real Madrid, Liverpool og Manchester City hafi öll augastað á honum.
Nú segir Daily Mail að Leverkusen sé þegar farið að skipuleggja lífið án Wirtz og sé með James McAtee, leikmann City, á óskalista sínum til að leysa hann af.
Wirtz er kominn með 9 mörk og 10 stoðsendingar í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og gæti farið svo að slegist verði um hann í sumar.