Ruben Amorim, stjóri Manchester United, fer ekki leynt með það að nauðsynlegt sé styrkja leikmannahópinn í sumar.
United er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og stefnir allt í að þetta verði versta tímabil í sögu félagsins. Amorim tók við af Erik ten Hag í haust en hefur alls ekki tekist að snúa gengi liðsins við.
„Ég get setið hérna og sagt allt sem fólk vill heyra en við þurfum að bæta okkur. Við þurfum að spila betur og vera í Evrópusæti en ekki þar sem við erum,“ sagði Amorim í aðdraganda leiksins við Ipswich í kvöld.
Hann ræddi einnig félagaskiptann sem framundan er í sumar.
„Það mun skipta miklu máli hvaða leikmenn við fáum inn í liðið upp á að koma því aftur á réttan stað,“ sagði Portúgalinn.