Kevin de Bruyne miðjumaður Manchester City bíður og vonast eftir því að félagið bjóði honum nýjan samning. Núverandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.
De Bruyne er 33 ára gamall en líkami hans hefur verið gjarn á það að meiðast síðustu ár.
De Bruyne er ekki lengur sá lykilmaður sem hann var í liði City en ensk blöð segja að hann sætti sig við það.
Landsliðsmaðurinn frá Belgíu vill vera áfram en bíður eftir því að félagið hefji viðræður við sig.
Fái De Bruyne ekki boð um nýjan samning er talið nánast öruggt að hann pakki í töskur og fari til Sádí Arabíu.