Fyrrum enski landsliðsmaðurinn, David Dunn er ekkert sérstaklega hrifin af því hvernig dóttir hans Mia Winward-Dunn lifir nú lífinu sínu.
Dunn átti farsælan feril á Englandi en hann lék lengst af með Blackburn og spilaði einn landsleik fyrir England á ferlinum.
Dóttir hans Winward-Dunn er hins vegar ekki í neinu uppáhaldi hjá pabba sínum eftir að hún fór að framleiða heimatilbúið klám.
Ensk blöð segja frá þessu en þar segir að Winward-Dunn búi núi í Mexíkó og þéni um 18 milljónir króna á mánuði í gegnum OnlyFans.
„Ég reyndi að hafa samband við pabba minn en hann kallaði mig hóru í símann,“ segir Winward-Dunn í samtali við enska götublaðið The Sun.
„Hann vill ekkert heyra frá mér, það er sorglegt.“
Winward-Dunn er dóttir Dunn og Sammy en þau voru saman í eitt ár árið 2005 áður en úr sambandi þeirra slitnaði.
„Ég elska foreldra mína, það er kannski ekki gagnkvæmt í dag en ég elska þau.“