Tap varð niðurstaða hjá íslenska kvennalandsliðinu í Frakklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.
Kadidiatou Diani kom heimakonum yfir í kvöld með marki á 23. mínútu og útlitið varð svartara þegar Marie-Antoinette Katoto tvöfaldaði forskotið.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir svaraði hins vegar fyrir íslenska liðið með marki úr aukaspyrnu á 37. mínútu og staðan í hálfleik var 2-1.
Sandy Baltimore kom Frökkum í 3-1 á 65. mínútu en aftur svaraði Ísland, nú með marki Ingibjargar Sigurðardóttur aðeins nokkrum mínútum eftir að Baltimore hafði skorað.
Ísland tók við sér í kjölfarið og reyndi að sækja jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki og lokatölur 3-2.
Frakkar eru á toppi riðils Íslands í Þjóðadeildinni með 6 stig. Norðmenn eru í öðru sæti eftir sigur á Sviss fyrr í dag en Sviss og Ísland eru með sitt hvort stigið.