fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Tap niðurstaðan hjá Stelpunum okkar í markaleik í Frakklandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 22:12

Karólína Lea skoraði fyrra mark Íslands. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap varð niðurstaða hjá íslenska kvennalandsliðinu í Frakklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Kadidiatou Diani kom heimakonum yfir í kvöld með marki á 23. mínútu og útlitið varð svartara þegar Marie-Antoinette Katoto tvöfaldaði forskotið.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir svaraði hins vegar fyrir íslenska liðið með marki úr aukaspyrnu á 37. mínútu og staðan í hálfleik var 2-1.

Sandy Baltimore kom Frökkum í 3-1 á 65. mínútu en aftur svaraði Ísland, nú með marki Ingibjargar Sigurðardóttur aðeins nokkrum mínútum eftir að Baltimore hafði skorað.

Ísland tók við sér í kjölfarið og reyndi að sækja jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki og lokatölur 3-2.

Frakkar eru á toppi riðils Íslands í Þjóðadeildinni með 6 stig. Norðmenn eru í öðru sæti eftir sigur á Sviss fyrr í dag en Sviss og Ísland eru með sitt hvort stigið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru tíu lélegstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili

Þetta eru tíu lélegstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfsfólk United farið að óttast njósnarann hans Ratcliffe – Leggur til hvaða fólk á að reka úr starfi

Starfsfólk United farið að óttast njósnarann hans Ratcliffe – Leggur til hvaða fólk á að reka úr starfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þénar 18 milljónir á mánuði en þekktur pabbi hennar er reiður – „Þú ert hóra“

Þénar 18 milljónir á mánuði en þekktur pabbi hennar er reiður – „Þú ert hóra“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Það vekur athygli hvert er líklegasta félagið til að landa Paul Pogba

Það vekur athygli hvert er líklegasta félagið til að landa Paul Pogba