Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Frökkum í Þjóðadeildinni í kvöld.
Um annan leik liðanna í keppninni er að ræða og fer hann fram ytra. Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss í fyrstu umferð en Frakkland vann Noreg 1-0.
Sandra María Jessen, Guðný Árnadóttir, Andrea Rán Hauksdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir koma allar inn í liðið í dag.
Þær Guðrún Arnardóttir, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Hlín Eiríksdóttir fara út frá síðasta leik.