Leikur áhugamanna í fótbolta fór úr böndunum í Úrúgvæ sem endaði með því að einn leikmaður var rotaður eftir þungt högg.
Um var að ræða leik á milli Paysandu Interiorg gegn Mercedes í bikarnum en þessi lið eru miklir erkifjendur.
Mario Gonzalez leikmaður Mercedes braut þá af sér og upp úr sauð.
Enzo Echeveste lét í sér heyra sem varð til þess að Gonzalez ákvað að kýla hann hressilega í andlitið.
Atvikið hefur vakið óhug og má sjá hér að neðan.
WHAT THE HELL! What is going on in Uruguay. MADNESS 😭😱 pic.twitter.com/Y8Kf3Th4EX
— Football Hub (@FootbalIhub) February 23, 2025