Formlegt skilnaðarferli Pep Guardiola og Cristina Serra er farið af stað, þau ætla ekki að flækja hlutina neitt.
Þau nota bæði sama lögfræðing til þess að málið gangi hratt og örugglega fyrir sig.
Það kom mörgum á óvart þegar þau greindu frá því fyrir áramót að samband þeirra væri á enda.
Þau höfðu verið saman í þrjátíu ár þegar þau ákváðu að slíta sambandinu.
Í miðlum á Spáni er því haldið fram að sú ákvörðun Pep Guardiola að gera nýjan samning við Manchester City hafi sett skilnað þeirra af stað.
Serra vildi fara frá Manchester og taldi að Guardiola myndi taka sér frí frá fótbolta. Svo verður ekki og sambandið farið í vaskinn.