Það er rúmur mánuður í að Besta deild karla hefjist og þann 14. apríl er áætlað að leikið verði á Meistaravöllum, heimavelli KR í Vesturbæ. Það er þó ekki ljóst hvort svo verði.
Endurbætur hafa staðið yfir á vellinum í vetur en þar á að leggja gervigras. Búið er að rífa upp grasvöllinn en nú má aðallega sjá vinnubíla og grjóthrúgur á vellinum.
Guðmundur Benediktsson, íþróttalýsandinn ástsæli og andlit Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport, birti einmitt mynd af Meistaravöllum í dag þar sem sjá má að nokkuð virðist í að þar verði spilaður fótbolti. Myndbirting hans hefur vakið athygli.
„Styttist í að Óskar Hrafn verði mættur með skófluna þarna,“ var til að mynda skrifað þar undir. Óskar er auðvitað þjálfari KR. „Allt á áætlun, gott að sjá,“ skrifaði annar.
Hér að neðan má sjá færslu Guðmundar.
39 dagar í #BestaDeildin pic.twitter.com/o9RsTWYR0T
— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) February 25, 2025