Það er óhætt að segja að Hrafnkell Freyr Ágústsson, meðlimur Íþróttavikunnar á 433.is, hafi vakið lukku er hann kíkti við á handboltaæfingu hjá karlaliði Stjörnunnar í nýjasta þættinum.
Tilefnið var það að Stjarnan tekur þátt í úrslitahelgi bikarsins í handbolta sem fram fer næstu daga. Liðið mætir ÍBV á morgun í undanúrslitum.
Hrafnkell, sem var áður liðtækur leikmaður í neðri deildunum í fótboltanum, keppti í víta- og hornakeppni við Ísak Loga Einarsson og stóð markvörðurinn Sigurður Dan Óskarsson í rammanum.
Afraksturinn var frábær, eins og sjá má hér að neðan.