Gylfi Þór Sigurðsson var í dag formlega kynntur til leiks sem leikmaður Víkings og var hann myndaður í treyju félagsins í fyrsta sinn.
Eins og allir vita nú fór þessi besti landsliðsmaður sögunnar frá Val í Víking í síðustu viku. Skiptin hafa vakið gríðarlega athygli og umtal.
Gylfi var brattur á blaðamannafundi í dag og æfði svo með Víkingi í kjölfarið. Félagið birti nokkrar myndir frá æfingunni.
Besta deildin hefst eftir rúman mánuð og freistar Víkingur þess að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn úr höndum Breiðabliks.
Það viðraði vel á æfingu dagsins 📸🧵 pic.twitter.com/Hu5ihDRaie
— Víkingur (@vikingurfc) February 25, 2025