Valur hefur lagt fram risastórt tilboð í Kjartan Kára Halldórsson, leikmann FH samkvæmt sparkspekingnum Kristjáni Óla Sigurðssyni.
Hinn 21 árs gamli Kjartan Kári er lykilmaður í liði FH og lék alla 27 leiki liðsins í Bestu deildinni í fyrra. Skoraði hann þar átta mörk og lagði upp sex.
Kantmaðurinn knái hefur þó verið orðaður við brottför úr Kaplakrika, meðal annars við Víking. Nú er Valur hins vegar á eftir honum samkvæmt nýjustu fréttum.
Valsarar fengu vel af aur í kassann er félagið seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Víkings á dögunum og hafa nú boðið yfir 20 milljónir króna í Kjartan, samkvæmt Kristjáni.
Valur hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar í fyrra, þó vel á eftir toppliðum Breiðabliks og Víkings. Þá hefur Hlíðarendaliðið náð góðum úrslitum í Lengjubikarnum það sem af er undirbúningstímabili.
Valur búnir að bjóða rúmlega 20 milljónir í Kjartan Kára Halldórsson. #HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/YxDmukWh32
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) February 25, 2025