Samkvæmt hlaðvarpinu Dr. Football er Birnir Snær Ingason á heimleið frá Halmstad í Svíþjóð. Rætt er um að hann snúi aftur til Víkings.
Birnir var einn besti leikmaður deildarinnar þegar hann fór til Halmstad.
Hann hafði þá spilað stóra rullu í því að Víkingur varð Íslandsmeistari og fékk tækifæri erlendis.
Sagt var í þættinum að Birnir Snær væri ekki í stóru hlutverki hjá Halmastad og því væri hann farin að hugsa um að koma heim.
Víkingur er mögulega að selja Ara Sigurpálsson og því er ansi líklegt að félagið vilji bæta við sig kantmanni.
Víkingar eru að styrkja lið sitt þessa dagan en Gylfi Þór Sigurðsson var keyptur til félagsins í síðustu viku frá Val.