„Ekki fræðilegur möguleiki, ef ég hætti að trúa þá fer ég heim. Þetta er möguleiki,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal um það hvort hann væri búin að gefast upp á því að reyna að vinna ensku úrvalsdeildina.
Helgin var erfið fyrir Arsenal þar sem liðið tapaði á heimavelli gegn West Ham en á sama tíma vann Liverpool góðan sigur á Manchester City.
Forysta Liverpool er níu stig á toppnum en Arsenal á leik til góða.
„Ef þú vilt vinna ensku úrvalsdeildina þá þarftu að gera eitthvað sérstakt.“
„Ef þú ætlar að vinna deildina úr þeirri stöðu sem við erum í, þá þurfum við líklega að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert áður.“
Arsenal hefur ekki verið í sama takti í ár og síðustu ár á undan en Arteta lifir í voninni að eitthvað sérstakt gerist.