Chelsea vann þægilegan sigur á botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Lundúnaliðið leiddi 3-0 í hálfleik á Brúnni í kvöld þökk sé mörkum frá Christopher Nkunku, Pedro Neto og Levi Colwill.
Chelsea átti þá eftir að bæta einu marki við í seinni hálfleik, en þar var að verki bakvörðurinn Marc Cucurella á 78. mínútu. Lokatölur 4-0.
Chelsea fór með sigrinum aftur upp fyrir Manchester City og í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig.
Southampton er í hrikalegum málum með 9 stig, 13 stigum frá öruggu sæti og virðist fátt geta bjargað þeim.