Liverpool vann góðan sigur á Manchester City um helgina og er komið með 11 stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Liverpool var þó töluvert minna með boltann en nýtti það vel þegar það hafði hann, eins og tölfræðisíðan OptaJoe vekur athygli á.
Lærisveinar Jurgen Slot voru nefnilega aðeins 34 prósent með boltann í 0-2 sigrinum.
Um er að ræða lægsta hlutfall með boltann í sigurleik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í yfir 20 ár, eða síðan tímabilið 2003-2004.
Slot tók við Liverpool fyrir tímabil og er búinn að gera stórkostlega hluti það sem af er. Englandsmeistaratitillinn er svo gott sem í höfn.
34% – Liverpool had just 34% possession in today’s 2-0 win over Manchester City; their lowest in a Premier League victory on record (since 2003-04). Adaptable. pic.twitter.com/jG4yjVofNT
— OptaJoe (@OptaJoe) February 23, 2025