Erik ten Hag fór í sitt fyrsta viðtal frá því hann var rekinn frá Manchester United í haust.
Viðtalið hefur ekki verið birt í heild heldur aðeins klippur úr því. Fer Hollendingurinn meðal annars yfir tímann hjá United.
„Við áttum margar frábærar stundir hjá United en þar er alltaf rúm til bætinga. Gott er ekki nógu gott,“ segir Ten Hag meðal annars, en hann vann bæði enska bikarinn og deildabikarinn á tíma sínum á Old Trafford. Ruben Amorim tók við af honum.
Í viðtalinu staðfestir Ten Hag einnig að hann muni ekki taka að sér nýtt starf fyrir en fyrir næstu leiktíð.
Þá segist hann einnig sakna Old Trafford.
🚨Ten Hag’s interview with SEG is set to drop tomorrow. #mufc pic.twitter.com/z0phCRih0n
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) February 24, 2025