Stjórn KSÍ hefur teiknað upp nýja hugmynd af því hvernig hægt er að endurbyggja Laugardalsvöll. Unnið er út frá því að stærri stúkan verði áfram á sínum stað.
Lagt er upp með það stúkan nær gamla Valbjarnavelli verði rifin og byggt verði hringinn í kringum völllinn.
Verið er að leggja hybrid gras á völlinn en KSÍ leggur fram plan og kom það fram í skjölum á ársþingi KSÍ.
Byrjað yrði á því að byggja stúkurnar fyrir aftan mörkin og síðan yrði farið í það að rífa stúkuna sem er og byggja þar nýja.
Yrðu þá stúkurnar þrjár tengdar saman og vellinum þar með lokað.
Ljóst er að þessar hugmyndir gætu gengið eftir en Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur unnið að þessu ásamt stjórn sinni.