fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Skíðaferð Heimis vekur umtal – „Er þetta faglegt? Fá leikmenn frí“

433
Mánudaginn 24. febrúar 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar vakti athygli á því að Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafi ekki verið með liðið um helgina.

Heimir var ekki á skýrslu þegar FH vann sigur á HK í Lengjubikarnum um helgina en Kjartan Henry Finnbogason stýrði liðinu. Kjartan er aðstoðarmaður Heimis.

Kristján segir að Heimir sé staddur í skíðaferð þegar fjörutíu dagar eru í Bestu deildina. „Heimir Guðjónsson núna, er þetta faglegt? Fá leikmenn frí,“ sagði Kristján Óli.

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA tók þá til máls og sagði. „Mér finnst það ekki, ekki í svona. Ég hefði ekki tekið skíðaferð með KFA, það er stutt í mót. Þú ert í efstu deild með FH og það er brekka, ég er ekki að setja út á Heimi en það er stutt í mót. Skrýtið að hann hafi ekki verið í þessum leik, ég efast um að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á leið í skíðaferð og missi af næstu tveimur leikjum KR. En þetta drepur engan,“ sagði Mikael.

Hann tók það þó fram að mögulega skipti þetta engu máli.

„Er ekki bara fínt að fá Heimi frá í nokkra daga, svo mætir hanb aftur ferskur og brúnn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er opinn fyrir því að snúa heim og Gamla konan hefur áhuga

Er opinn fyrir því að snúa heim og Gamla konan hefur áhuga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Erkifjendurnir í London berjast um Brasilíumann

Erkifjendurnir í London berjast um Brasilíumann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: ,,Ég er farinn að kannast við mitt lið“

Guardiola: ,,Ég er farinn að kannast við mitt lið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?
433Sport
Í gær

Einkunnir Manchester City og Liverpool – Salah fær níu

Einkunnir Manchester City og Liverpool – Salah fær níu
433Sport
Í gær

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“