Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar vakti athygli á því að Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafi ekki verið með liðið um helgina.
Heimir var ekki á skýrslu þegar FH vann sigur á HK í Lengjubikarnum um helgina en Kjartan Henry Finnbogason stýrði liðinu. Kjartan er aðstoðarmaður Heimis.
Kristján segir að Heimir sé staddur í skíðaferð þegar fjörutíu dagar eru í Bestu deildina. „Heimir Guðjónsson núna, er þetta faglegt? Fá leikmenn frí,“ sagði Kristján Óli.
Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA tók þá til máls og sagði. „Mér finnst það ekki, ekki í svona. Ég hefði ekki tekið skíðaferð með KFA, það er stutt í mót. Þú ert í efstu deild með FH og það er brekka, ég er ekki að setja út á Heimi en það er stutt í mót. Skrýtið að hann hafi ekki verið í þessum leik, ég efast um að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á leið í skíðaferð og missi af næstu tveimur leikjum KR. En þetta drepur engan,“ sagði Mikael.
Hann tók það þó fram að mögulega skipti þetta engu máli.
„Er ekki bara fínt að fá Heimi frá í nokkra daga, svo mætir hanb aftur ferskur og brúnn.“