Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu eftir jafntefli Inter Miami gegn New York City í fyrsta leik MLS-deildarinnar vestan hafs um helgina.
Messi, sem er orðinn 37 ára gamall, átti eitthvað ósagt við dómarann eftir leik og endaði hann á að fá gult spjald. Þar með var látunum þó ekki lokið.
Aðstoðarþjálfari New York, Mehdi Ballouchy, sagði eitthvað við argentíska snillinginn á leiðinni af velli og skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum.
Þjálfarar Inter Miami tóku svo þátt í æsingnum en þegar það virtist sem svo að Messi ætlaði að yfirgefa svæðið bætti Ballouchy einhverju við sem fékk hann til að snúa við og taka um háls hans í stutta stund.
Myndband af þessum átökum má sjá hér að neðan.
😡 The Whole Angry Messi Clip!
This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.
There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH
— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025