Íslenska kvennalandsliðið í flokki 19 ára og yngri hefur undanfarna daga spilað tvo vináttuleiki við Skota, en þeir fóru fram ytra.
Ísland vann góðan sigur í fyrri leiknum á fimmtudag. Hrefna Jónsdóttir kom Íslandi yfir strax á 9. mínútu en Skotar jöfnuðu metin aðeins átta mínútum síðar.
Það voru svo Freyja Stefánsdóttir og Brynja Rán Knudsen sem skoruðu sitthvort markið á 26. og 60. mínútu og innsigluðu 1-3 sigur Íslenska liðsins.
Í gær unnu Skotar hins vegar 2-1 sigur. Ragnheiður Þórunn Jónsdótitr gerði mark Íslands.
Næsta verkefni liðsins eru milliriðlar í undankeppni EM 2025 þar sem liðið er með Noregi, Slóveníu og Portúgal í riðli.