Moise Kean, leikmaður Fiorentina, hneig til jarðar skömmu eftir höfuðhogg í leik gegn Hellas Verona í gær.
Kean, sem er fyrrum leikmaður Juventus og Everton, fékk slæmt höfuðhögg er hann fékk hné Pawel Dawidowicz í sig í leiknu en spilaði áfram þrátt fyrir það. Skömmu síðar hneig hann hins vegar til jarðar og voru leikmenn fljótir að kalla á aðstoð.
Moise Kean has collapsed on field after a head injury 🤕 Prayers up for Moise #Kean🤞🏽
— “𝗔 𝗡 𝗗 𝗔 𝗥” (@andarsofian) February 23, 2025
Farið var með Kean á sjúkrahús í rannsóknir eftir atvikið en samkvæmt fréttum frá Ítalíu var hann með meðvitund þegar hann fór með sjúkrabíl.
Albert Guðmundsson er liðsfélagi Kean hjá Fiorentina en gat ekki tekið þátt í leiknum í gær vegna meiðsla.