Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Liverpool mun rústa ensku úrvalsdeildinni samkvæmt ofurtölvunni góðu.
Liverpool vann 0-2 sigur á Manchester City í gær en Arsenal, sem er í öðru sæti, tapaði daginn áður gegn West Ham og munurinn á liðunum orðinn 11 stig.
Ofurtölvan spáir því að það verði einmitt munurinn sem Liverpool vinni deildina með.
Manchester City mun þá fylgja Arsenal og Liverpool í Meistaradeildina sem og Bournemouth, sem hefur komið mikið á óvart.Öðru spútnikliði, Nottingham Forest, er spáð 6. sætinu, en þeir eru sem stendur í því þriðja.
Manchester United er þá spáð 16. sæti, en það er sæti neðar en liðið er í dag. Því er spáð að nýliðar Ipswich, Leicester og Southampton falli sannærandi.