Leikmenn Tottenham voru sáttir með 1-4 sigur liðsins á Ipswich um helgina en enginn jafn glaður og James Maddison.
Maddison lék með Norwich í tvö ár en gríðarlegur rígur er á milli Ipswich og Norwich.
Maddison lagði upp eitt mark í leiknum og eftir leik reif hann sig úr að ofan og benti á húðflúr sem hann er með.
Maddison er nefnilega með merki Norwich flúrað á sig og hafði hann gaman af því að minna fólk á flúrið.
Hann og Brennan Johnson settust niður saman í klefa eftir leik eins og sjá má hér að neðan.