Samkvæmt fréttum á Spáni hefur Juventus mikinn áhuga á því að kaupa Antony frá Manchester United í sumar og er áhuginn sagður mikill.
Antony er á láni hjá Real Betis á Spáni þar sem hann hefur svo sannarlega verið í frábæru formi.
Sagt er að Juventus vilji fá hann í sumar og það komi til greina frá þeim að bjóða United leikmann sem félagið hefur sýtn áhuga.
Þannig segir í frétt Fichajes á Spáni að Juventus gæti notað Kenan Yildiz til að fá Antony í sínar raðir.
Yildiz er 19 ára gamall og spilar helst fyrir aftan framherjann, staða sem Ruben Amorim þarf að finna menn í.