Manchester United mun skoða það alvarlega að selja Alejandro Garnacho í sumar. Frá þessu segir blaðamaðurinn Ben Jacobs.
Argentíski kantmaðurinn var sterklega orðaður frá United í janúar, þá einna helst við Napoli. Ekkert varð þó af skiptum þá.
Það er þó enn allt opið fyrir sumarið. United græðir vel á því að selja Garnacho gagnvart fjárhagsreglum, þar sem hann telst uppalinn og upphæðin sem fæst fyrir hann er bókuð sem hreinn hagnaður.
Garnacho hefur verið inn og út úr liði United á þessari leiktíð en er með átta mörk í öllum keppnum.