fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Heimsfrægur maður fylgdist stjarfur með Væb tryggja sér farmiða í lokakeppni Eurovison

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany þjálfari FC Bayern í þýsku úrvalsdeildinni sat stjarfur yfir íslenska Eurovison um helgina og vekur það nokkra athygli.

433.is fékk senda mynd af Kompany þar sem hann situr í sófanum heima hjá sér í Munchen og fylgist með.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Belgíu á íslenska vini og heimsótti meðal annars Ísland sumarið 2023.

Meira:
Vincent Kompany heimsótti Íslands síðustu helgi og kynnti sér vel land og þjóð

Kompany tók við sem þjálfari Bayern í sumar en áður stýrði hann Burnley á Englandi þar sem íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson lék undir hans stjórn.

Ekki fylgir sögunni með hvaða lagi Kompany hélt en það voru strákarnir í Væb sem tryggðu sér farmiða í lokakeppnina með laginu Róa.

Kompany átti frábæran feril sem leikmaður og var um langt skeið fyrirliði Manchester City þar sem hann raðaði inn titlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er opinn fyrir því að snúa heim og Gamla konan hefur áhuga

Er opinn fyrir því að snúa heim og Gamla konan hefur áhuga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Erkifjendurnir í London berjast um Brasilíumann

Erkifjendurnir í London berjast um Brasilíumann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola: ,,Ég er farinn að kannast við mitt lið“

Guardiola: ,,Ég er farinn að kannast við mitt lið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?
433Sport
Í gær

Einkunnir Manchester City og Liverpool – Salah fær níu

Einkunnir Manchester City og Liverpool – Salah fær níu
433Sport
Í gær

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“