Vincent Kompany þjálfari FC Bayern í þýsku úrvalsdeildinni sat stjarfur yfir íslenska Eurovison um helgina og vekur það nokkra athygli.
433.is fékk senda mynd af Kompany þar sem hann situr í sófanum heima hjá sér í Munchen og fylgist með.
Þessi fyrrum landsliðsmaður Belgíu á íslenska vini og heimsótti meðal annars Ísland sumarið 2023.
Meira:
Vincent Kompany heimsótti Íslands síðustu helgi og kynnti sér vel land og þjóð
Kompany tók við sem þjálfari Bayern í sumar en áður stýrði hann Burnley á Englandi þar sem íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson lék undir hans stjórn.
Ekki fylgir sögunni með hvaða lagi Kompany hélt en það voru strákarnir í Væb sem tryggðu sér farmiða í lokakeppnina með laginu Róa.
Kompany átti frábæran feril sem leikmaður og var um langt skeið fyrirliði Manchester City þar sem hann raðaði inn titlum.