Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með sína menn í gær þrátt fyrir 2-0 tap gegn Liverpool.
Guardiola og hans menn spiluðu nokkuð vel í þessari viðureign en þurftu samt að sætta sig við tap á heimavelli.
City var mest megnis með boltann í þessum leik og ógnaði marki Liverpool án þess að koma knettinum í netið.
,,Við töpuðum kannski en frammistaðan í dag var virkilega góð. Ég er farinn að kannast við mitt lið,“ sagði Guardiola.
,,Hvernig við spiluðum, hraðinn, pressan og hvernig við gerðum hlutina saman í erfiðum stöðum. Ég samþykki þetta og frammistaðan var mjög góð.“