Fyrrum leikmaður Liverpool hvetur félagið til að kaupa hinn sjóðheita Alexander Isak, framherja Newcastle.
Isak er að eiga frábært tímabil með Newcastle og hefur til að mynda verið orðaður við Arsenal og Barcelona undanfarið.
Liverpool er hins vegar einnig sagt á eftir framherja fyrir sumarið og vill Norðmaðurinn John Arne Riise sem spilaði með liðinu sjá félagið reyna við Isak.
„Ég hef séð orðróma um að hann sé til í að fara til Liverpool. Allir væru til í að spila fyrir Liverpool eins og staðan er í dag og yrði þetta frábær viðbót við liðið,“ segir Riise.
Það er ljóst að Isak verður allt annað en ódýr, sleppi Newcastle honum í sumar.