Daniel Sturridge fyrrum framherji Liverpool, Chelsea, Manchester City og fleiri liða er reglulegur gestur hjá Sky Sports sem sérfræðingur.
Sturridge var í myndveri í gær þegar stórleikur Manchester City og Liverpool fór fram.
Liverpool hafði gríðarlega yfirburði en í hálfleik spáði Sturridge því að City myndi setja Erling Haaland inn á völlinn í þeim síðari.
Eitthvað hefur Sturridge verið illa undirbúinn því Haaland var ekki í hóp vegna meiðsla.
Sturridge er mikið gagnrýndur sem sérfræðingur en hann virðst ekki vera mikið inni í hlutunum eins og heyra má hér að neðan.
EMBARRASSING Daniel Sturridge you're stealing a living mate absolutely shocking! 🤣🫣 pic.twitter.com/ma3QJZJX01
— Football Hub (@FootbalIhub) February 23, 2025