Ashley Young, leikmaður Everton, birti ansi athyglisverða X færslu í gærkvöldi eftir leik sinna manna við Manchester United.
Young er fyrrum leikmaður United og mætti þarna sínu fyrrum félagi í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Á lokamínútunum vildi Young og Everton fá vítaspyrnu sem var upprunarlega dæmd en svo tekin af liðinu eftir skoðun í VAR.
Young tjáði sig á X eftir leikinn þar sem hann vitnaði í fræg ummæli Jose Mourinho, fyrrum stjóra bæði Chelsea og United.
,,Ég kýs það að tjá mig ekki, ef ég tjái mig þá kemst ég í vandræði,“ skrifaði Young á Twitter og var því augljóslega mjög óánægður með dómgæsluna á lokamínútunum.
Mourinho lét sömu ummæli falla árið 2014 eftir að Chelsea hafði tapað gegn Aston Villa í einmitt úrvalsdeildinni.
A point’s a point, onwards and upwards!
Decisions, Angles 👀🤷🏾♂️ “I prefer not to speak, if I speak I am in big trouble“ UTFT 💙 pic.twitter.com/c71fYcE9bx
— Ashley Young (@youngy18) February 22, 2025