Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, gerir sér fulla grein fyrir því að spilamennska og gengi liðsins undanfarið er ekki ásættanlegt.
United gerði 2-2 jafntefli við Everton í gær en eftir að hafa lent 2-0 undir þá tókst gestunum að koma til baka og jafna metin.
United hefur aðeins unnið fjóra leiki eftir komu Ruben Amorim sem tók við í nóvember sem er svo sannarlega ekki ásættanlegur árangur.
,,Við þurfum að skora meira úr tækifærum eins og við fengum í dag. Við þurfum að sýna meiri vilja og skilja eigin stöðu þegar við erum að sækja,“ sagði Fernandes.
,,Við skoruðum úr tveimur föstum leikatriðum í dag sem er mjög gott en við þurfum að bæta okkur mikið til að komast úr þessari stöðu.“
,,Við þurfum að átta okkur á því að staðan sem við erum í er mjög, mjög slæm.“