Arne Slot, stjóri Liverpool, var mjög hógvær eftir leik við Manchester City í dag sem vannst 2-0 á útivelli.
Slot viðurkennir að City hafi verið mun sterkari aðilinn í þessum leik en vörn Liverpool stóð svo sannarlega fyrir sínu.
,,Við unnum með því að skora eftir fast leikatriði, ef þú vilt vinna stórleikina þá þarftu ákveðið jafnvægi eða ná að skora og ekki fá á þig mark,“ sagði Slot.
,,Þegar þú kemur hingað þá verðurðu að verjast og við gerðum það með svo mörgum leikmönnum – við gátum komið í veg fyrir að þeir myndu skapa dauðafæri en þeir voru alltaf að fara vera með boltann.“
,,Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleik en þeir voru betri en við og stjórnuðu leiknum. Þeir fengu ekki það mörg góð færi en okkur leið eins og þeir gætu skorað á hvaða tímapunkti sem er.“