Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en hann var heldur betur fjörugur og voru sjö mörk skoruð.
Newcastle fékk Nottingham Forest í heimsókn og lenti undir eftir aðeins sex mínútur.
Newcastle svaraði svo sannarlega vel fyrir sig og var með 4-1 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Alexander Isak heldur áfram að skora og gerði tvö af þeim.
Forest gafst ekki upp og tókst að skora tvö mörk í seinni hálfleik til að gera leikinn spennandi undir lokin en lokatölur þó 4-3 fyrir heimaliðinu.
Newcastle er í fimmta sæti deildarinnar með 44 stig, þremur stigum á eftir Forest sem er í því þriðja.