Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði ansi skemmtilega hluti á blaðamannafundi í gær fyrir leik sinna manna gegn Girona.
Ancelotti var þá spurður út í nýju færslu Atletico Madrid á samskiptamiðlinum X sem hét áður Twitter.
Ancelotti er kominn á aldur og er lítið á samskiptamiðlum en hann hafði í raun ekki hugmynd um hvað blaðamaðurinn væri að tala um.
Atletico birti færslu á X síðu sína eftir Meistaradeildardráttinn í vikunni en liðið þarf í enn eitt skiptið að mæta Real í útsláttarkeppni eða úrslitaleik.
,,Er Atletico Madrid að tísta um okkur?“ sagði Ancelotti nokkuð hissa á svip.
,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er að ‘tísta.’ Ég fylgist ekkert með þessum hlutum.“
Færslu Atletico má sjá hér.
We have another (two) Madrid derbies before GTA 6 pic.twitter.com/pzbrUUboXr
— Atlético de Madrid (@atletienglish) February 21, 2025