Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en umdeilda umboðskonan og fyrirsætan Wanda Nara hefur verið á forsíðum spænskra og argentínskra miðla undanfarið.
Ástæðan er sú að Wanda er talin vera að reyna að ná til fyrrum eiginmanns síns, Mauro Icardi, en þau voru saman í mörg ár og eiga saman tvö börn.
Wanda birti mynd af sér í rúminu með nýja kærasta sínum og í kjölfarið fylgdi mynd þar sem hún var berbrjósta í sama rúmi.
Talið er að Wanda sé að reyna að ná athygli Icardi sem er leikmaður Galatasaray í dag en hvort þær sögur séu sannar er alls ekki staðfest.
Wanda og Icardi hafa fjórum sinnum hætt saman og byrjað sambandið á ný en þau hafa nú verið skilin í nokkra mánuði.
Wanda var í fyrsta sinn að birta mynd af nýja kærastanum sem heitir Elian Angel Valenzuela en er þekktur undir nafninu L-Gante í tónlistarbransanum.
L-Gante er gríðarlega vinsæll tónlistarmaður í Suður-Ameríku en yfir sex miljónir manns fylgja honum á samskiptamiðlinum Instagram.
Myndirnar umtöluðu má sjá hér.