Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að hans menn hafi skilið að þjást gegn West Ham í gær í óvæntu 0-1 tapi á heimavelli.
Arsenal var langt frá sínu besta í þessum leik og tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni við Liverpool.
Arsenal er að glíma við mikil meiðsli þessa stundina og átti liðið í erfiðleikum með að skapa sér færi í viðureigninni sem tapaðist.
,,Þetta er mjög sársaukafullt en svona er þessi íþrótt. Við þurftum að þjást í dag og við áttum það skilið,“ sagði Arteta.
,,Staðan er ekki í okkar höndum. Ég er mjög pirraður yfir þeim hlutum sem voru í okkar höndum, ég er mjög vonsvikinn og reiður.“
,,Við þurfum að óska West Ham til hamingju með sigurinn.“