Spænska knattspyrnusambandið hefur tekið ákvörðun um það að Jude Bellingham verði dæmdur í tveggja leikja bann.
Bellingham fékk beint rautt spjald í leik gegn Osasuna nú á dögunum fyrir að segja dómara leiksins að ‘fara til fjandans.’ eða í öðrum orðum að ‘fokka sér.’
Real var virkilega óánægt með þetta rauða spjald og ákvað að áfrýja en spænska sambandið hafði lítinn áhuga á að hlusta.
Eftir að hafa rannsakað málið nánar komust þeir spænsku að því að bannið ætti rétt á sér og fer Englendingurinn í bann.
Þetta þýðir að Bellingham sem er einn allra mikilvægasti leikmaður Real verður ekki með gegn Girona og Real Betis í næstu deildarleikjum.