Það voru nokkur óvænt úrslit á boðstólnum í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikjum var nú að ljúka.
Arsenal tapaði mjög óvænt gegn West Ham á heimavelli 0-1 þar sem Jarrod Bowen skoraði eina mark leiksins.
Arsenal var ekki sannfærandi í þessum leik en spilaði manni færri alveg frá 73. mínútu eftir rauða spjald Myles Lewis-Skelly.
Spjaldið á Lewis-Skelly virðist vera ansi umdeilt en dómari leiksins dæmdi upphaflega gult spjald á brotið.
Dæmi nú hver fyrir sig.
LEWIS SKELLY RED CARD, STAY HUMBLE pic.twitter.com/LUApTCCkJU
— ⚡️🇧🇼 (@Priceless_MCI) February 22, 2025