Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var mjög fjörugur en David Moyes og hans menn í Everton mættu Manchester United.
Everton var með góða forystu eftir fyrri hálfleikinn þar sem staðan var 2-0 og sýndi United lítið sem ekkert ógnandi fram á við.
Ruben Amorim, stjóri United, gerði ákveðnar breytingar í seinni hálfleiknum sem varð til þess að hans menn jöfnuðu metin.
Bruno Fernandes gerði fyrra mark gestaliðsins beint úr aukaspyrnu og svo skoraði Manuel Ugarte með flottu skoti eftir einmitt aukaspyrnu ekki löngu síðar.
Það var mikil dramatík undir lok leiks er Everton fékk vítaspyrnu en eftir skoðun í VAR þá var ákveðið að spyrnan myndi ekki standa og lokatölur, 2-2.
Mark Fernandes var svo sannarlega mark leiksins og má sjá það hér fyrir neðan.
BRUNO FERNANDES… WHAT A GOAL THAT IS. #MUFC #EVEMUN
— Ø⚡️ (@pravinvictor1) February 22, 2025