MLS í Bandaríkjunum hefur staðfest nýja reglu sem verður tekin upp fyrir næstas tímabil.
MLS er þarna að reyna að koma í veg fyrir áreiti í garð dómara þar sem margir leikmenn eiga það til að hópa sig í kringum þann sem ræður.
Nú verður aðeins einn maður sem má ræða við dómarann þegar kemur að vafaatriðum og er það fyrirliði hvers liðs.
Enginn annar leikmaður má tjá sig eða koma nálægt dómara leiksins og verður þeim refsað ef sú staða kemur upp.
Ef fyrirliði liðsins er markvörður þá má varafyrirliðinn eiga orð við dómarann um það sem átti sér stað.