Hákon Arnar Haraldsson átti heldur betur góðan leik fyrir Lille í kvöld sem spilaði við Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.
Hákon fékk tækifærið í byrjunarliði Lille í leiknum og nýtti tækifærið virkilega vel gegn sterkum andstæðingum.
Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði 77 mínútur í viðureigninni og skoraði bæði mörk Lille í 2-1 sigri.
Hákon komst á blað á 22 og 42. mínútu áður en Monaco minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Sigurinn lyftir Lille í þriðja sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir Marseille sem situr í því öðru.