Pep Guardiola, stjóri Manchester City, neitaði að svara spurningu blaðamanns á blaðamannadundi í gær.
Guardiola undirbýr sitt lið fyrir stórleik á morgun en liðið mættir toppliði Liverpool í hörkuleik.
Guardiola var beðinn um að bera saman Arne Slot, núverandi stjóra Liverpool, og þá Jurgen Klopp sem lét af störfum í sumar.
,,Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ber mikla virðingu fyrir Jurgen og mun ekki spila þennan leik,“ sagði Guardiola.
,,Við getum keppt við hvaða lið sem er. Við erum með tvo miðverði sem eru frá næstu tvo til þrjá mánuðina.“
,,Enska úrvalsdeildin er gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. Við munum reyna að spila góðan leik.“