Jose Mourinho gæti mætt þremur fyrrum félögum sínum ef hann kemst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Þetta er ansi áhugaverð staðreynd en Mourinho er í dag stjóri Fenerbahce í Tyrklandi sem er komið í 16-liða úrslit.
Ef Fenerbahce kemst í 8-liða úrslit þá eru líkur á að liðið mæti Roma sem mun berjast við Athletic Bilbao – Mourinho var áður stjóri Roma.
Takist Fenerbahce að slá út Roma þá eru ágætis líkur á að liðið mæti Manchester United þar sem Mourinho var í tvö ár.
Ef allt fer eins og á að fara í þessu tilfelli þá verður Tottenham næsti andstæðingur Mourinho í úrslitaleiknum.
Mourinho þekkir það að vinna Evrópudeildina en hann vann sá deild árið 2017 með einmitt United.