Wes Brown, fyrrum leikmaður Manchester United, er búinn að finna ástina á ný eftir mjög erfitt ár.
Brown gerði garðinn frægan sem varnarmaður United en hann er 45 ára gamall í dag og var áður giftur konu að nafni Leanne Brown.
Hjónin lentu í erfiðum sambandsslitum árið 2023 en saman eiga þau þrjú börn og voru saman í meira en 20 ár.
Brown varð gjaldþrota átið 2023 og glímdi þarna við gríðarlega erfiða tíma en hann hefur fundið ástina á nýjan leik.
Brown staðfesti það sjálfur í fyrsta skiptið á samskiptamiðlum en kærasta hans ber nafnið Amy og er 41 árs gömul.
Þau hafa verið saman í tæplega ár en hann var leikmaður United í 15 ár og þénaði um 50 þúsund pund á viku um tíma á Old Trafford.