Það hafa margir beðið spenntir eftir því að sjá hvernig Arsenal myndi stilla upp liði sínu gegn West Ham í dag.
Eins og flestir vita þá eru margir lykilmenn Arsenal í sókninni frá vegna meiðsla og var Mikel Merino hetja liðsins í síðasta leik gegn Leicester.
Merino fær nú tækifærið í byrjunarliðinu sem fremsti maður og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig það gengur.
Hér má sjá byrjunarliðin á Emirates.
Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori, Partey, Rice, Odegaard, Nwaneri, Trossard, Merino.
West Ham: Areola, Wan-Bissaka, Todibo, Kilman, Cresswell, Scarles, Alvarez, Ward-Prowse, Soucek, Bowen, Kudus.