Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var virkilega óánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Everton í dag.
United tókst að bjarga stigi gegn Everton í erfiðum útileik en heimamenn komust í 2-0 og var það staðan eftir fyrri hálfleikinn.
United minnti þó á sig í síðari hálfleiknum og tókst að skora tvö mörk eftir fast leikatriði til að tryggja mikilvægt stig.
,,Við vorum ekki til í fyrri hálfleiknum, við vorum að tapa boltum sem við megum ekki tapa,“ sagði Amorim.
,,Í hálfleik þá sagði ég við leikmennina að við myndum gera það sem við gerðum í vikunni með meiri orku.“