Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að það séu fleiri vandamál í herbúðum liðsins í dag frekar en lausnir.
United spilar við Everton í hádeginu í dag og fær þar erfiðan útileik eftir nokkuð erfitt gengi undanfarið.
Amorim hefur ekki náð að rífa United upp eftir komu í nóvember en hann tjáði sig um stöðuna á blaðamannafundi í gær.
,,Stundum líður mér eins og við séum ekki að bæta okkur sem lið en í sumum leikjum er erfiðara að segja það sama,“ sagði Amorim.
,,Ef þú horfir á leikina okkar í dag þá geturðu auðveldlega séð að það eru fleiri vandamál en lausnir í okkar leik.“
,,Það er augljóst en við erum meira en nógu góðir til að sýna okkar gæði. Við þurfum að sýna stöðugleika og það er allt saman.“